Hópurinn á leiðinni heim

Hópur Íslendinga á vegum Landsbjargar er við störf í Tyrklandi.
Hópur Íslendinga á vegum Landsbjargar er við störf í Tyrklandi. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum farin að skipuleggja heimferð“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir, sem fer fyrir íslensku aðgerðarsveitinni í Tyrklandi, í samtali við mbl.is.

Starfi hópsins sem fór út á vegum Landsbjargar sem hafa verið við störf í Tyrklandi lýkur í dag.

Hópurinn hefur á síðustu rúmri viku starfað í samhæfingarstöð í Adiyaman í Tyrklandi.

Samhæfingarstöðinni sem þau starfa við verður lokað í kvöld kl. 21 á íslenskum tíma og mun nýtt kerfi taka við á vegum heimafólks í landinu.

„Við erum að loka samhæfingu á vegum alþjóðlegra rústabjörgunarsveita og þær fáu sveitir sem eftir eru munu vera samhæfðar af heimamönnum.“

Sólveig segist ekki vita hvenær flogið verður heim en skipulag á því er í höndum félögum Landsbjargar heimafyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert