Samtökin '78 fá aukinn styrk

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra …
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifa undir endurnýjaðan samning fyrir samtökin. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Samtökin '78 fá aukið framlag frá ríkinu til þess að vinna gegn bakslagi gegn hinsegin fólki í samfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, skrifuðu undir samning um aukinn og áframhaldandi stuðning til samtakanna.

Fram kemur í samningnum að forsætisráðuneytið veiti árlega fimmtán milljónir króna til samtakanna, auk 25 milljóna króna sem Alþingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga

Ofan á það bætast þá aukalegar 15 milljónir króna sem eru tímabundið framlag frá ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina