Firring, forherðing og grimmd

Sólveig Anna lét í sér heyra með gjallarhorn fyrir utan …
Sólveig Anna lét í sér heyra með gjallarhorn fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Árni Sæberg

Vel á þriðja hundrað manns voru samankomin í Iðnó í hádeginu í dag og var þá enn tæp klukkustund í að mótmælaganga vegna fyrirhugaðs verkbanns ætti að hefjast.

Mótmælagangan beindist gegn fyrirhuguðu verkbanni sem SA samþykkti í gær. 

Efling við mótmæli við Alþíngi.
Efling við mótmæli við Alþíngi. mbl.is/Árni Sæberg
Sumum lá hátt rómur.
Sumum lá hátt rómur. mbl.is/Árni Sæberg
Frá mótmælagöngu Eflingar.
Frá mótmælagöngu Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Um ókomna tíð

Mótmælin hófust formlega klukkan 13 en eins og fram hefur komið hefur samninganefnd Eflingar ákveðið að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu sem náði til starfsfólks hótela, ræstinga og öryggisgæslu.

Eflingarfólk gekk fram hjá Alþingi og Austurvelli áður en staldrað var við Stjórnarráðið. 

„Þetta sýnir samstöðu Eflingarfólks sem er tilbúið að leggja niður störf til þess sýna samstöðu og knýja á um bætt kjör. Eflingarfólk skilur að það er ómissandi til þess að skapa verðmæti í þessu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna í samtali við mbl.is í Iðnó í dag.

„Það er hræðilegt að íslenskt auðvald geti ekki í firringu sinni, forherðingu og grimmd borið virðingu fyrir því fólki sem skapar verðmæti svo annað fólk geti lifað í vellystingum. Því mun þessi barátta halda áfram um ókomna tíð.“

Sólveig Anna og Eflingarfólk fyrir utan Stjórnarráðið.
Sólveig Anna og Eflingarfólk fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Árni Sæberg
Á tröppum Stjórnarráðsins.
Á tröppum Stjórnarráðsins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is