Allt að 50% hækkun á áskriftinni

mbl.is/Hari

Vodafone tilkynnti viðskiptavinum sínum með tölvupósti sl. miðvikudag að fyrirtækið myndi hækka verð á ýmsum áskriftarleiðum sínum um komandi mánaðamót. Flestar sjónvarpsáskriftir Stöðvar 2 hækka um 1.000 kr.

Áskrifendur Fjölvarps S og Stöðvar 2 Fjölskyldu sjá yfir 50% hækkun í áskriftarverði en báðar stöðvar hækka úr 1.990 kr. á mánuði upp í 2.990 krónur á mánuði.

Sumar áskriftarleiðir verða ekki fyrir verðbreytingum. Til að mynda verður engin íþróttaáskrift hækkuð í verði. Grunnáskrift að Stöð 2 mun nú kosta 8.990 krónur en stöðin kostaði áður 7.990. Stöð 2+ hækkar einnig um 1.000 kr. og kostar nú 4.990 kr. á mánuði.

Nánar í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: