Athugasemdir við búsetuúrræði

Laufásvegur 21-23. Ef leyfi fæst mun flóttafólk flytja í þetta …
Laufásvegur 21-23. Ef leyfi fæst mun flóttafólk flytja í þetta stóra hús, sem áður hýsti bandaríska sendiráðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúar í nágrenni Laufásvegar 21-23, áður bandaríska sendiráðsins, lýstu yfir alvarlegum athugasemdum við að húsið yrði tímabundinn dvalarstaður fyrir flóttafólk. Áformin voru grenndarkynnt í byrjun ársins.

Reykjavíkurborg tilkynnti í vikunni að ríkið myndi leigja í tvö ár bakhús á lóð nr. 19 og hús á lóð nr. 21-23 á Laufásvegi og yrðui húsin nýtt sem tímabundin heimili fyrir flóttafólk. Vinnumálastofnun sér um reksturinn og sendi byggingarleyfisumsókn til byggingarfulltrúa. Hún er nú til meðferðar hjá embætti hans.

Gert er ráð fyrir að hýsa allt að 80 einstaklinga hverju sinni að því gefnu að öllum kröfum um aðbúnað, heilbrigði og hollustuhætti sé fylgt. Með tilliti til brunavarna hafi slökkviliðið metið það svo að húsnæðið geti hýst allt að 85 manneskjur. Þá er gert ráð fyrir að meðaldvalartími fólks verði sex mánuðir. Félagið Laufásvegur 21 ehf. er eigandi hússins.

„Sú hugmynd að allt að 85 manneskjur, sem þekkjast flestar lítið sem ekkert, eigi að deila aðstöðu til að geyma og elda matvæli, snyrtingum og setustofum með öllum síbreytilega hópnum getur varla hlotið náð fyrir augum umhverfis- og skipulagssviðs,“ segir í athugasemd eins íbúa. „Ég get ekki einu sinni rifjað upp heimavist sem býður upp á slíkar aðstæður. Enda væri þetta þá með öllu hætt að vera þrjár íbúðir í nokkurri eðlilegri merkingu þess orðs. Og hætti þetta að vera hefðbundnar íbúðir til tímabundinnar nýtingar sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk er ekki hægt að veita leyfi né samþykki með einfaldri hagaðilakynningu.“ 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 25. febrúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert