„Þetta þokast í rétta átt“

Samninganefndir ríkis og borgar ræddu við BSRB, BHM og KÍ.
Samninganefndir ríkis og borgar ræddu við BSRB, BHM og KÍ. mbl/Arnþór Birkisson

„Við erum bara að funda stíft þessa dagana og munum gera það áfram en þetta þokast í rétta átt,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að loknum fundi samninganefndar ríkisins, sem hún veitir forstöðu, samninganefndar Reykjavíkurborgar og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú sitja við samningaborðið andspænis BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands en kjarasamningar félagsmanna renna sitt skeið 31. mars.

„Það er bara verið að þreifa á möguleikum á sameiginlegum skilningi við þetta miðlæga borð,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir fundinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert