FFR og Isavia gera lokatilraun fyrir yfirvinnubann

Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn …
Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn og skrif­stofu­fólk. mbl.is/​Hari

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Isavia munu funda klukkan 13 í dag hjá ríkissáttasemjara. Yfirvinnubann félagsmanna FFR hefst að öllu óbreyttu klukkan 16 í dag. 

Síðast var fundað á miðvikudag og sagði Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður FFR, í samtali við mbl.is í gær að sá fundur hafi valdið gífurlegum vonbrigðum. 

Þá sagði hann fundinn í dag lokatilraun til þess að koma í veg fyrir yfirvinnubannið en það er ótímabundið. 

mbl.is