Jóhannes Nordal látinn

Jóhannes Nordal
Jóhannes Nordal mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Látinn er í Reykjavík dr. Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, á 99. aldursári. Með honum er genginn einhver atkvæðamesti maður í efnahagslífi og atvinnuuppbyggingu á liðinni öld, en hann lét jafnframt mikið til sín taka á vettvangi fræða og menningar.

Jóhannes lauk doktorsprófi frá London School of Economics árið 1953 og eftir nokkurra ára störf hjá Landsbankanum, þar sem hann var ráðinn bankastjóri, var hann skipaður seðlabankastjóri við stofnun bankans árið 1961. Hann varð formaður bankastjórnar Seðlabankans 1964 og starfaði þar sleitulaust uns hann hvarf úr bankanum að eigin ósk eftir 32 ára farsælan feril árið 1993.

Samhliða stjórn Seðlabankans kom Jóhannes víða við og má þar sérstaklega minnast á hlut hans í stjórn Landsvirkjunar á mesta uppbyggingarskeiði hennar, viðræðunefnd um orkufrekan iðnað og formennsku í auðlindanefnd.

Jóhannes kvæntist Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara, en hún lést árið 2017. Þau eignuðust sex börn og lifa fimm þeirra foreldra sína. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert