Musk eyddi tísti um Harald

Elon Musk og Haraldur Þorleifsson hafa verið að skylmast á …
Elon Musk og Haraldur Þorleifsson hafa verið að skylmast á Twitter. Samsett mynd

Elon Musk, eigandi Twitter, eyddi tísti sem hann skrifaði fyrr í dag um Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi starfsmann samfélagsmiðilsins. 

Hafði Musk þar sagt um Harald að hann væri „sá versti“. Hafði tístið þegar verið skoðað um 560.000 sinnum áður en Musk eyddi því.

Musk og Haraldur hafa skipst á skoðunum á Twitter í dag vegna uppsagnar Haraldar, sem hefur spurt hvort til standi að greiða sér vangoldin laun. 

Hefur verið bent á að brottrekstur Haraldar gæti orðið Twitter dýrkeyptur, þar sem laun hans hafi verið hluti af kaupsamningi Twitter á Ueno, fyrirtæki Haraldar. 

mbl.is