„Allt er gott sem endar“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Hákon

„Þetta er bara fullkomlega afgerandi niðurstaða og ánægjuleg. Allt er gott sem endar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar og aðildarfélaga SA en atkvæðagreiðslunni lauk í dag. Miðlunartillagan hefur tekið gildi sem kjara­samn­ing­ur milli aðila.

„Þessi afgerandi niðurstaða beggja vegna borðs staðfestir málflutning Samtaka atvinnulífsins um að félagsmenn Eflingar hafi frá öndverðu viljað greiða atkvæði um SGS-samninginn,“ segir Halldór.

Hann segir að í ljós hafi komið að SGS-samningurinn njóti yfirgnæfandi meirihluta stuðnings Eflingarfélaga.

„Allt tal um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk endaði á þeim nótum að það náðist breið sátt um SGS-samning fyrir SGS-fólk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert