Ísland orðið eftirbátur í öryggis- og varnarmálum

Bandarískir landgönguliðar æfa í Hvalfirði.
Bandarískir landgönguliðar æfa í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland er eftirbátur annarra ríkja þegar kemur að þekkingu og rannsóknum á öryggis- og varnarmálum. Nauðsynlegt er að breyta þessu svo stuðla megi að yfirvegaðri umræðu um málaflokkinn. Um of langt skeið hefur opinber umræða einkennst af takmarkaðri þekkingu.

Þetta segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Hreinskilin umræða um öryggis- og varnarmál ætti að teljast eðlileg í sjálfstæðu og fullvalda ríki.

„Þessi umræða þarf öll að lyftast á mun hærra plan. Það þarf að vera hægt að setjast niður og ræða þessi mál af fullri hreinskilni og með allar staðreyndir uppi á borðum. Til þessa höfum við verið rög til þess en það má alls ekki,“ segir hún.

Þá segir Pia þörf á að skýra betur hervernd Bandaríkjanna og NATO, reyni á hana. Svara verði m.a. því hver viðbragðstími sé, verði með einhverjum hætti ráðist á Ísland. „Og hvernig sjáum við fyrir okkur að verjast árás?“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert