Vél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis

Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans.
Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél Play sem var á leið frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stavanger í Noregi til þess að koma farþega vélarinnar undir læknishendur.

Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við mbl.is.

Hann hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans.

„Vélin mun taka eldsneyti og svo fer hún aftur af stað til Keflavíkur innan skamms,“ segir Birgir.

mbl.is