Mælingar mögulega misvísandi

Hér má sjá Öskjuvatn.
Hér má sjá Öskjuvatn. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef menn eru að horfa á þetta þá virðist það vera að hægja á sér en það er nú ekki endilega öruggt að svo sé, ég held nú frekar að þetta sé að halda áfram á mjög svipuðum hraða eins og það var,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, um landrisið við Öskju sem hófst í ágúst árið 2021.

Heildarfærsla landrissins er um 70 sentimetrar en nýleg gögn úr GPS-mælum sem staðsettir eru við eldfjallið benda til þess að hægt hafi á landrisinu á síðustu dögum.

Benedikt segir þó varhugavert að draga ályktanir strax þar sem veðurfarið um þessar mundir kunni að hafa áhrif á merki sem berast frá svæðinu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert