Stefnir í neyð í Reykjavík

Mikil viðhaldsþörf er á leikskólum í Reykjavík.
Mikil viðhaldsþörf er á leikskólum í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikskólaplássum í Reykjavík fækkaði um 680 á árunum 2014-2022. Börnum á aldrinum 1-5 ára fækkaði um 9% á tímabilinu þrátt fyrir fólksfjölgun í borginni upp á 17 þúsund manns samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Til samanburðar hefur leikskólabörnum á þessum aldri fækkað um 2% á landinu í heild. Þannig voru um 9.300 börn á leikskólaaldri árið 2022 í Reykjavík en þau voru ríflega 1.000 fleiri árið 2014.

Þrátt fyrir fækkun barna á tímabilinu er allt útlit fyrir að erfiðlega muni ganga að útrýma biðlistum leikskólabarna í Reykjavík á komandi hausti.

Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum hefur þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka í náinni framtíð vegna slælegs ástands húsnæðis.

Kort/mbl.is

Fyrir vikið verður nær ómögulegt að grynnka á biðlistum og hvað þá að nálgast markmið meirihlutans í borginni fyrir síðustu kosningar um að brúa bil á milli orlofs og leikskóla.

Meðalaldur barna við inntöku í leikskóla er rúmir 20 mánuðir og hefur það haldist óbreytt síðustu 4 ár.

„Það stefnir í að yngsta barnið sem við getum tekið inn verði tveggja og hálfs árs,“ segir Erna Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Hagaborgar í Vesturbæ.

„Yfirvofandi er algjört neyðarástand og grípa verður til aðgerða strax,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »