Engin áform um að endurskoða lögin

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og sakir standa eru engin sérstök áform uppi um endurskoðun á lög­um um meðferð saka­mála eins og þeim var breytt 2019.

Þetta segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is vegna bréfs Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem sent var á alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, dóms­málaráðherra og dóm­stóla­sýsl­una í síðustu viku.

Í bréfinu mótmælti BÍ túlk­un héraðsdóm­ar­a í stóra kókaínmálinu á lög­um um meðferð saka­mála og tel­ur hana stang­ast á við ákvæði um tján­ing­ar­frelsi í stjórn­ar­skránni.

Dómari bannaði fjölmiðlum að greina frá skýrslu­tök­um í málinu fyrr en þeim væri öll­um lokið í mál­inu. Skýrslutökurnar tóku um sjö vikur.

Í svari ráðuneytisins segir að bréfið verði tekið til skoðunar og að framkvæmd laganna verði „auðvitað áfram til umfjöllunar eftir atvikum“.

Blaðamanna­fé­lagið lagðist al­farið gegn laga­breyt­ing­un­um árið 2019 og taldi það setja enn frek­ari höml­ur á frétta­flutn­ingi af því sem fram fer í rétt­ar­söl­um. Benti fé­lagið á það í um­sögn sinni um frum­varpið að það væri til þess gert að hamla því að þing­hald fari fram fyr­ir opn­um tjöld­um.

Það sé grund­vall­ar­atriði í lýðræðis­skipu­lagi að dómsvaldið sé sjálf­stætt og stærsti þátt­ur­inn í aðhaldi að þess­ari grein rík­is­valds­ins sé að þing­hald sé eins opið og nokk­ur kost­ur er og gagn­sæi um málsmeðferð tryggt með þeim hætti,“ sagði í bréfi BÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert