Kuldakastið afbrigðilegt

Samsett mynd

Í dag er níundi dagurinn í röð þar sem hiti fer ekki yfir frostmark í Reykjavík og líklega verður morgundagurinn sá tíundi, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Fyrstu fimm dagar mánaðarins voru hlýir, en síðan þá lætur nærri að meðalhitinn sé á milli -6,5 og -7,0°C í höfuðborginni.

Einar segist á vef sínum Bliku ekki viss um að fólk átti sig á hve afbrigðilegir þessir kuldar eru.

„Meira segja kaldasta marsmánuð í minni eldri núlifandi landsmanna, þ.e. 1979, voru þeir 11 samfelldu frostadagarnir (28. feb. - 10. mars). Kælandi hafís var þá lónandi undan öllu Norðurlandi saman með þrálátri N- og NA-áttinni,“ skrifar hann.

Fara þarf aftur til ársins 1951 til að finna sambærilegar aðstæður, að sögn Einars. Þá var sérlega kalt framan af mánuðinum, en hafís hins vegar ekki nærri landi líkt og nú.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert