Beint: Orkuskipti rædd á ársfundi Samorku

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársfundur Samorku verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í dag og hefst hann klukkan 13. Umfjöllunarefnið að þessu sinni eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku.

Kynnt verður ný greining um fjárfestingaþörf í orku- og veituinnviðum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um 90 mínútur. Á meðal gesta verður Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Beint streymi frá fundinum: 

Á ársfundinum koma fram:

Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku

Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Einnig verða pallborðsumræður þar sem fram koma:

Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert