Samgróin þjóðarsálinni

Laugardalslaug.
Laugardalslaug. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafinn er undirbúningur að skráningu sundlaugarmenningar og laufabrauðsgerðar á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Gert er ráð fyrir að ferlið taki eitt ár og í skýrslu Árnastofnunar sem var unnin fyrir menningarmálaráðuneytið segir að litið verði til kynningar á sánamenningu Finna og baguette-brauðmenningar Frakka en báðar þjóðirnar hafa hlotið samþykki UNESCO og skráningu á þessari menningararfleifð. Laufabrauð hefur þegar verið sett á yfirlitsskrá UNESCO og nú verður áhersla lögð á sundlaugarmenninguna.

Aðgangur Íslendinga að heitu vatni er grundvallarforsendan fyrir okkar miklu sundlaugarmenningu og er þekkt úr sögu landsins sú hefð að fólk hafi baðað sig í laugum. „Sundlaugarmenningin hefur verið samgróin íslenskri þjóðarsál um margar aldir og hefur sjaldan verið jafn blómleg og nú,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, en ráðuneyti hennar fékk Árnastofnun til að vinna skýrslu um heppileg verkefni. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert