„Sigurdagur“ fyrir fólk með MND

Séra Gísli Jónasson prófastur er gjaldkeri samtakanna MND.
Séra Gísli Jónasson prófastur er gjaldkeri samtakanna MND. Arnþór Birkisson

Lyfjastofnun hefur veitt undanþágu til notkunar á lyfinu Tofersen hér á landi. Tofersenlyfið er notað til meðferðar gegn arfgenga sjúkdómnum MND.

Gísli Jónasson, gjald­keri sam­tak­anna MND á Íslandi, greinir frá undanþágunni á Facebook og segir daginn í dag vera „sigurdag“.

Gísli hefur lengi barist fyrir því að fólk með MND fái að nota ný lyf en hann fagnar því að baráttan við „kerfið“ hafi skilað nokkru af sér.

„Svo nú er það bara að fá læknana á LSH að bretta upp ermar og hefjast handa með lyfjagjöfina,“ skrifar hann.

„Menn hafa verið að vona það síðustu þrjá­tíu árin en erfitt er að full­yrða það óyggj­andi hvort komið sé að þátta­skil­um. Mér heyr­ist þó á mönn­um að þeir telji að í þess­um nýju lyfj­um sé eitt­hvað al­veg nýtt í spil­un­um,“ sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert