Hlakkar til að læra betri íslensku innan tíðar

ChatGPT er spjallmenni á netinu sem talar íslensku.
ChatGPT er spjallmenni á netinu sem talar íslensku. AFP/Lionel Bonaventure

Nýja gervigreindin eða spjallmennið á netinu, ChatGPT, horfir með tilhlökkun til þess að læra betri íslensku á næstu mánuðum og árum. Tilkynnt hefur verið um samstarf móðurfyrirtækis þess, OpenAI, við íslensk stjórnvöld sem felur í sér að íslenska verður annað mál þess. Eru því horfur á að þessi nýi Íslandsvinur tali gullaldaríslensku innan ekki langs tíma. Það getur haft gríðarleg áhrif á menntakerfið og almenna upplýsingaöflun hér á landi og styrkt íslenska tungu í sessi til frambúðar.

Blaðamaður Morgunblaðsins átti samtal á íslensku við spjallmennið í gær. Hafði það þá ekki heyrt af þessu nýja verkefni sínu en fagnaði því mjög. Það kvaðst sannfært um að það gæti orðið góður íslenskumaður.

Afrakstur heimsóknar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að um stóran áfanga sé að ræða fyrir íslenskuna. Tímamótin séu afrakstur af heimsókn sendinefndar forseta Íslands og ráðherra í fyrra þar sem höfuðstöðvar OpenAl voru heimsóttar. „Það sem vatkti aðdáun ytra var sú staðreynd að Ísland kemur með heilmikið að borðinu í samtali og samstarfi við erlend stórfyrirtæki á sviði gervigreindar.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert