Beint: Katrín ávarpar landsfund VG

Landsfundur stendur yfir þessa helgi.
Landsfundur stendur yfir þessa helgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpar landsfund flokksins klukkan 17.30.

Eftir ræðu Katrínar, flytja ávörp stjórnmálamenn frá Grænlandi og Færeyjum.

Fundurinn stendur yfir frá föstudegi og fram á sunnudag en þar verður m.a. kosið til stjórnar og flokksráðs. Búast má við því að slagur verði um að minnsta kosti tvö embætti í stjórn, ritarann og gjaldkerann. Þá liggur fyrir fundi mikill fjöldi ályktana og nýjar stefnur í nokkrum málaflokkum.

Hægt er að nálgast dagskrá fundarins hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina