Íslensk stjórnvöld veita neyðaraðstoð til Malaví

Íslensk stjórnvöld veita Malaví 71 milljón króna í styrk til …
Íslensk stjórnvöld veita Malaví 71 milljón króna í styrk til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna fellibyls sem riðið hefur yfir landið AFP

Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að veita styrk upp á 71 milljón króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), til að tryggja fæðuöryggi í landinu. Neyðarástand hefur skapast í landinu eftir að felli­byl­ur­inn Freddy reið yfir landið.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að framlagið verði nýtt af Malavísku stjórnvöldum til björgunaraðgerða, flutnings á neyðargögnum og matarkaupa en þúsundir íbúa reiða sig á matvælastuðning í kjölfar hamfaranna.

Í landinu hafa 160 þúsund manns hafa misst heimili sitt. Staðfest dauðsföll eru nú um 270 og fjöldi særðra er komin í áttunda hundrað.

„Þegar óvænt neyð skapast í samstarfsríki okkar, eins og í þessu tilviki, kallar hún á skjót viðbrögð okkar.“ lýsir Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, yfir í tilkynningunni.

Utanríkisráðherra heimsótti Malaví í desember seinastliðinn og sá afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu en Malaví hefur verið í tvíhliða samstarfi við Ísland í 33 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert