Lögreglan lýsir eftir Harijs Graikste

Harijs Graikste.
Harijs Graikste. Samsett mynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Harijs Graikste, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Harijs er ekki talinn hættulegur.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harijs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112, að því er segir í tilkynningu. 

Harijs er jafnframt hvattur til að gefa sig fram hjá lögreglu.

mbl.is