Ekki grunur um íkveikju

Slökkviliðið á vettvangi í gær.
Slökkviliðið á vettvangi í gær. Ljósmynd/Aðsend

Vettvangsrannsókn lögreglu vegna brunans í sumarbústað við Apavatn í gær er lokið. Engar grunsemdir eru um að kveikt hafi verið í bústaðnum, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. 

Upptök eldsins eru enn óljós, en lögreglan rannsakar málið áfram. 

Í gær greindi mbl.is frá því að sumarbústaður við Apavatn hafi brunnið til kaldra kola. Eftir að ljóst var að enginn var inni í bústaðnum lögðu Brunavarnir Árnessýslu áherslu á að vernda umhverfið í kringum hann. 

Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola í gærmorgun.
Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola í gærmorgun. Ljósmynd/Aðsend
Bústaðurinn var algjörlega óinýtur eftir brunann.
Bústaðurinn var algjörlega óinýtur eftir brunann. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert