Frágangur dýraleifa sagður í miklum ólestri

Sorpurðun.
Sorpurðun. mbl.is/Styrmir Kári

Sett er fram hugmynd um að komið verði upp einu heildstæðu söfnunar- og flutningskerfi fyrir dýraleifar af öllu landinu til að koma þeim í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. Til að tryggja sem mesta hagkvæmni og sem best samræmi og yfirsýn fáist er talið liggja beint við að eitt fyrirtæki annist þessa þjónustu, eins og algengast er annars staðar á Norðurlöndunum. Mikilvægt er talið að allur kostnaður sem til fellur verði borinn uppi af bændum og sláturleyfishöfum en ekki sveitarfélögunum.

Kemur þetta fram í minnisblaði sem fyrirtækið Environice hefur gert fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Dómur fallinn

Þar segir að meðhöndlun dýraleifa sé í miklum ólestri hér á landi. Stjórnvöld hafi ekki gripið til ráðstafana þrátt fyrir afdráttarlausar ábendingar í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðherra frá árinu 2004 og þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnslur Eftirlitsstofnunar EFTA á síðustu 10 árum. Loks féll dómur EFTA-dómstólsins í júlí á síðasta ári um að stjórnvöld hafi ekki uppfyllt skyldur sínar skv. EES-samningnum á þessu sviði.

Dýraleifar úr öllum áhættuflokkum hafa aðallega verið urðaðar þótt það hafi verið óheimilt í meira en áratug.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »