Gísli Örn valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023

Gísli Örn Garðarsson var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023.
Gísli Örn Garðarsson var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær.

Þetta er í 27. sinn sem að titillinn er gefinn en auk nafnbótarinnar er einnar milljónar króna starfsstyrk úthlutaður heiðurshafa. 

Þórdís Sigurðardóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Gísli Örn og Þór Sigurgeirsson …
Þórdís Sigurðardóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Gísli Örn og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Sá um leikstjórn, handrit og framleiðslu Verbúðarinnar

Gísli er einna best þekktur fyrir leik sinn í Verbúðinni en þættirnir, sem gerast í Vestfirskum útgerðarbæ, slógu í gegn meðal landsmanna í fyrra. Gísli fór ekki einungis með eitt aðalhlutverka þáttanna heldur sá hann einnig um leikstjórn, handrit og framleiðslu þeirra.

Á síðasta ári leikstýrði Gísli einnig tveimur þáttum norsku þáttaraðanna Exit sem hafa notið mikilla vinsælda á heimsvísu. 

Um þessar mundir leikur Gísli í þríleiknum Ex í Þjóðleikhúsinu.

Á Bókasafni Seltjarnarness hefur verið sett upp örsýning til heiðurs …
Á Bókasafni Seltjarnarness hefur verið sett upp örsýning til heiðurs Gísla Erni Garðarssyni. Ljósmynd/Aðsend

Tvívegis hlotið Edduverðlaun

Gísli útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og var einn stofnenda leikhópsins Vesturport. Hann hefur tvívegis hlotið Edduverðlaunin og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn.

Gísli er kvæntur Nínu Dögg Filippusdóttur, leikkonu og mótleikara sínum í Verbúðinni, en þau hafa búið, ásamt börnum sínum tveimur, á Seltjarnarnesi síðan árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert