Málið verði kannað betur

Kort/mbl.is

Fulltrúar fyrirtækja í nágrenni gatnamóta Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna áforma borgaryfirvalda um breytingar á umræddum gatnamótum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu í vikunni á meðal annars að fella niður aðra af tveimur vinstri beygjuakreinum frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut. Þar fara vöruflutningar um frá ýmsum stórfyrirtækjum og myndast gjarnan teppur á álagstímum.

Rætt var við Árna Stefánsson forstjóra Húsasmiðjunnar í blaðinu í gær og sat hann fundinn ásamt fleirum. Fulltrúar borgarinnar voru borgarfulltrúarnir Alexandra Briem og Einar Þorsteinsson og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri. Segir Árni að fulltrúar fyrirtækjanna hafi ekki fyllst bjartsýni eftir fundinn, sem fyrirtækin óskuðu eftir, en fram að honum hafði ekkert samráð verið haft við þau.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »