Miklar breytingar á stjórn Vinstri grænna

Ný stjórn VG í Hofi í dag. Steinar Harðarson, nýjan …
Ný stjórn VG í Hofi í dag. Steinar Harðarson, nýjan gjaldkera VG, vantar á myndina. Ljósmynd/Aðsend

Töluverðar breytingar urðu á stjórn Vinstri grænna (VG) núna rétt í þessu. Þau Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Steinar Harðarson koma ný inn í stjórn VG sem ritari og gjaldkeri. Þetta varð ljóst eftir að landsfundur VG gekk til kosninga síðdegis í dag.

Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson voru örugg með embætti formanns og varaformanns þar sem engin mótframboð bárust.

Frá opnunar landsfundar VG.
Frá opnunar landsfundar VG. mbl.is/Margrét

Mikill fjöldi framboða tafði kosningar

Ásamt þeim fjórum verða meðstjórnendur á komandi ári þau Elín Björk Jónasdóttir, Maarit Kaipainen, Pétur Heimisson, Sigríður Gísladóttir, Óli Halldórsson, Hólmfríður Árnadóttir og Andrés Skúlason.

Þá verða þau Klara Mist Pálsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Álfheiður Ingadóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir til varamenn í stjórn.

Kosningar gengu hægar fyrir sig en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna fjölda framboða til meðstjórnar.

Landsfundur VG heldur áfram í dag og lýkur um hádegisbil á morgun.

mbl.is