Finnur Gauti mun keppa fyrir hönd Íslands

Finnur Gauti vann framreiðslukeppni á Íslandsmóti iðngreina í ár og …
Finnur Gauti vann framreiðslukeppni á Íslandsmóti iðngreina í ár og hann mun því keppa fyrir hönd Íslands í framreiðslu á Evrópumóti iðngreina. Eggert Jóhannesson

Á dögunum 16. - 18. mars fór fram Íslandsmót í framreiðslu og verkgreinum í Laugardalshöllinni. Klúbbur Framleiðslumeistara stýrði framreiðslukeppninni.

Í fréttatilkynningu frá Klúbbi framleiðslumeistara segir að markmið framreiðslukeppninnar sé að velja fulltrúa sem mun keppa á Euroskills, Evrópumóti iðngreina sem fer fram í Gdansk í september.

Keppendur voru Alexander Jósef Alvarado, Benedikt Eysteinn Birnuson, Daníel Árni Sverrisson, Eyþór Dagnýjarson og Finnur Gauti Vilhelmsson.

Finnur Gauti Vilhelmsson hjá Vox brasserie hlaut fyrsta sætið í keppninni. Benedikt Eysteinn Birnuson hjá Matarkjallarann hlaut annað sætið og Eyþór Dagnýjarson hjá Monkeys Restaurant hlaut þriðja sætið.

Dómarar keppninnar voru Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, Axel Árni Herbertsson, Elías Már Hallgrímsson, Hilmar Örn Hafsteinsson, Katrín Ósk Stefánsdóttir, Manuel Schembri, Sigurður Borgar Ólafsson og Steinar Bjarnarson.

Sigurvegarinn, Finnur Gauti, mun því fara til Gdansk í september og keppa fyrir hönd Íslands í framreiðslu á Euroskills, þar sem 32 lönd senda sín færustu ungmenni til að taka þátt í 43 mismunandi greinum.

mbl.is