Léttskýjað sunnan- og vestanlands

Hestafólk í Víðidal.
Hestafólk í Víðidal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er norðan 8-15 metrum á sekúndu í dag. Yfirleitt verður léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert.

Snjókoma verður með köflum á Norðaustur- og Austurlandi, en styttir upp þar síðdegis. Frost verður víða 0 til 8 stig. Hægari vindur verður í kvöld og kólnar.

Á morgun verður austlæg átt og 3-10 m/s, en 13-18 syðst á landinu. Víða verður bjart veður, en skýjað með köflum suðaustan- og austantil.

Frost verður á bilinu 1 til 12 stig, en frostlaust suðvestanlands yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is