Markaðshlutdeild íslenskra paprika aðeins 10%

Lítið er um íslenskar paprikur í verslunum frá desember fram …
Lítið er um íslenskar paprikur í verslunum frá desember fram í febrúar. mbl.is/G.Rúnar

Lítið hefur verið um íslenskar í paprikum í hillum verslana síðustu mánuði á sama tíma og talsverðar hækkanir hafa verið á vöruverði, þar með talið á innfluttum paprikum.

Íslenskar paprikur eru einungis um 10% af heildarmagni paprika sem eru í sölu í verslunum hérlendis.

Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir lítið magn íslenskra paprika eiga sér eðlilegar skýringar þar sem þær detti nánast alveg út vegna uppskerutíma frá desember fram í febrúar.

Rafmagnskostnaður íþyngjandi

Guðni bendir á að stærsti kostnaðurinn við ylrækt á Íslandi sé rafmagns- og launakostnaður. 

„Launa- og rafmagnskostnaðurinn hjá okkur er stór hluti verðsins og eru þetta tveir stærstu póstarnir. Rafmagnið nemur u.þ.b. 30-40% verðsins út úr búð og væri einn möguleikinn að lækka verð á rafmagni,“ segir Guðni spurður hvernig styðja mætti við ylrækt hérlendis.

Hann bætir við að nauðsynlegt sé að fá fólk til þess að fara af stað með verkefni en kostnaður við að byggja garðyrkjustöð sé mikill.

mbl.is