„Okkar fólk getur allt“

Jón Árni gefur hér forsetanum sokkapar.
Jón Árni gefur hér forsetanum sokkapar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem okkur þykir vanta er fræðsla um það hvernig það hvernig er að eignast barn með Downs-heilkennið, vegna þess að það er enginn dauðadómur, það er æðislegt,“ segir Thelma Björk Jónsdóttir, stjórnarmaður í Downs-félaginu.

Thelma Björk fór á föstudaginn á Bessastaði með manni sínum, Erni Árnasyni, og fleiri fulltrúum félagsins til þess að færa Guðna Th. Jóhannessyni mislitt sokkapar í tilefni af alþjóðlega Downs-deginum á morgun, þriðjudag.

Saman eiga þau Jón Árna, tæplega þriggja ára kappa með heilkennið, sem var hinn hressasti á Bessastöðum eftir að hafa gefið forsetanum sokkana.

Segja þau að samkvæmt sinni vitund hafi aðeins eitt barn með Downs fæðst síðan Jón Árni fæddist árið 2020, það þyki þeim miður. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »