Hagkvæmt að nýta húsnæðið í Árbæ

Áhugi er fyrir að í Egilshöll verði heilsugæslustöð.
Áhugi er fyrir að í Egilshöll verði heilsugæslustöð. Morgunblaðið/Rósa Braga

Björn Gíslason borgarfulltrúi segist í samtali við Morgunblaðið hafa velt því nokkuð fyrir sér hvort halda megi heilsugæslu í Grafarvoginum.

Telur hann að rými í Egilshöllinni í Grafarvogi geti mögulega verið góður kostur. Hefur Björn sent heilbrigðisráðherra fyrirspurn um hvort hægt sé að stofna einkarekna heilsugæslustöð í Grafarvogi.

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Öll starfsemi Heilsugæslu Grafarvogs er flutt í Árbæinn tímabundið vegna yfirstandandi viðgerða á húsnæði þess.

Nokkuð hefur verið fjallað um málið frá því að mygla uppgötvaðist í húsakynnum Heilsugæslunnar í Grafarvogi í fyrra. Starfsfólk fann fyrir verulegum óþægindum og ljóst varð að flytja þyrfti starfsemina.

„Íbúar í hverfinu, sérstaklega eldri borgarar, hafa rætt þetta við mig og kvartað undan því að þurfa að fara á heilsugæslu í öðru hverfi. Ég átta mig á því að erfitt getur verið að fara á milli hverfa. Til dæmis þyrfti að taka tvo vagna ef farið væri með strætó. Mér finnst þetta ómöguleg staða fyrir íbúana í Grafarvogi þar sem búa 18 þúsund manns,“ segir Björn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert