Það ríkir mikil sorg í samfélaginu

mbl.is/Sverrir

„Það ríkir mikil sorg í samfélaginu en þarna eru þrjú lítil börn sem koma nærri,“ segir séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur í Fellsmúlaprestakalli í Suðurprófastsdæmi, en bænastund var í Kálfholtskirkju í gær vegna andláts mannsins sem lést af slysförum á föstudag er hann var að vinna við dráttarvél.

Halldóra segir að afskaplega vel hafi verið mætt á bænastundina.

„Það var full kirkja. Tilefnið var að veita sorginni og þessum lamandi fréttum farveg og sýna samhygð og samstöðu við þessar skelfilegu aðstæður.“

Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Suður­landi fer með rann­sókn máls­ins en lögregla verst allra frekari frétta af málinu að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert