Ástand Hlíðar sagt enn verra ætlað var

Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Ljósmynd/Akureyrarbær

Ástand húsnæðis dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri er verra en áður var talið, en starfsmönnum dvalarheimilisins var greint frá því í hádeginu í gær og aðstandendum íbúa í gærkvöldi.

Grunur hefur leikið á því að mygla hafi leitt til óþæginda starfsmanna og íbúa og ráðlagt er að loka rými dagþjálfunar þar sem 100 einstaklingar sækja þjónustu. Líklegt er að öllum þeim rýmum sem ekki hefur þegar verið lokað í álmu 3 verði lokað. Þetta segir á vef vef bæjarblaðsins, akureyri.net.

Kostnaðurinn tæpur einn milljarður

Þar er vitnað í yfirlýsingu Heilsuverndar eftir að þeim áskotnaðist skýrsla frá heilbrigðisráðuneytinu, unnin upp úr úttekt Mannvits á húsnæðinu að Austurbyggð 17 þar sem hjúkrunarheimilið er starfrækt.

Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber Þóra Sif Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri Heilsuverndar segir að þar megi finna „enn frekari upplýsingar um að húsnæðið sé heilsuspillandi“ og að „tafarlausra aðgerða sé þörf“. Þá hafi verið mælt með lokun hluta húsnæðisins.

Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar sagðist óánægður með að skýrslan yrði ekki gerð opinber og sagði kostnaðinn við að koma húsinu í viðunandi stand vera tæpan einn milljarð króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert