Bíða eftir að veðrið lægi til að skoða skemmdir

Mikill skafrenningur er á þeim stað sem talið er að …
Mikill skafrenningur er á þeim stað sem talið er að bilun hafi átt sér stað. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Mjólkárlína er úr rekstri en ekkert rafmagnsleysi er þó á Vestfjörðum þar sem varaaflstöðin í Bolungarvík og Mjólká sjá svæðinu fyrir rafmagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Mikill skafrenningur er á þeim stað þar sem talið er að bilunin hafi átt sér stað og allt að 30 m/s í hviðum. Bíða starfsmenn Landsnets því eftir því að veðrið lægi aðeins svo hægt sé að fara út að kanna aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert