Bráðabirgðabrú verður sett á Síkið

Styttri brúin yfir Ferjukotssíki skekktist og því þurfti að rífa …
Styttri brúin yfir Ferjukotssíki skekktist og því þurfti að rífa hana. Ljósmynd/Vegagerðin

Styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði skemmdist í vatnavöxtunum í Hvítá á dögunum. Hún var talin hættuleg og var ákveðið að rífa hana og nú er verið að fylla í skarðið.

Á móti verður lengri brúin lengd og byggð ný brú, til bráðabirgða, á þann ál síkisins.

Síkisbrýrnar eru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hefur nánast óbreyttur frá því um 1950.

Eftir að Borgarfjarðarbrúin kom minnkaði umferðin mikið. Vegurinn og þar með brýrnar eru þó taldar nauðsynlegar til að halda opinni þessari gömlu tengingu yfir Hvítá, með gömlu bogabrúnni, og einnig innan sveitar.

Þannig tengja brýrnar Ferjukot við aðra hluta gamla Borgarhrepps og raunar sjálfa bújörðina.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert