Karamelluregn stöðvast

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að segja upp samkomulagi við Flugáhugamannafélagið …
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að segja upp samkomulagi við Flugáhugamannafélagið á Ísafirði um notkun lítilla flugvéla á uppákomum sveitarfélagsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að segja upp samkomulagi við Flugáhugamannafélagið á Ísafirði um notkun lítilla flugvéla á uppákomum sveitarfélagsins, sem hafa m.a. séð um karamelluregn á hátíðum.

Gegn þessu hefur félagið fengið styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á flugskýli á Ísafjarðarflugvelli.

Samkomulagið hefur verið í gildi frá árinu 1996 er Kristján Þór Júlíusson undirritaði það fyrir hönd Ísafjarðarkaupstaðar og Örn Ingólfsson fyrir hönd flugáhugamanna á Ísafirði.

Hefur bæjarstjóra nú verið falið að segja samningnum upp, miðað við næstu áramót, og ganga frá málinu gagnvart samningsaðila.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »