Þurfa ekki lengur að fara í biðröð

Hóptími í sjúkraþjálfun.
Hóptími í sjúkraþjálfun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fögnum því að ráðherra hafi hlustað á þau rök sem við höfum komið á framfæri síðustu mánuði,“ segir Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara.

Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara.
Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara. Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson

Tilkynnt var fyrir helgi að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði framlengt rétt þeirra sem nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara til að fá endurgreiddan kostnað frá Sjúkratryggingum, til 1. maí.

Jafnframt var gerð breyting á reglugerð sem veitir heimild til að víkja frá því skilyrði að þeir sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda þurfi tilvísun frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslustöð til að geta hafið meðferð.

Geta sjúklingar því nú sótt sex tíma hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum ár hvert og fengið endurgreiðslu án tilvísunar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert