Vill grípa til aðgerða gegn minknum

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er vilji allra að reyna að halda minknum niðri og vaxtarmöguleikar kríuvarpsins eru í Gróttu. Þar er nóg pláss og engin traffík af fólki,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur.

Jóhann Óli kynnti nýverið skýrslu sína um varpfugla á Seltjarnarnesi árið 2022 en skýrslan er unnin fyrir umhverfisnefnd bæjarins. Eins og kom fram í Morgunblaðinu síðasta sumar rústaði minkur kríuvarpið á Seltjarnarnesi um miðbik sumars. Telur Jóhann Óli að aðgerða sé þörf eigi ástandið ekki að versna.

Það er vilji allra að reyna að halda minknum niðri …
Það er vilji allra að reyna að halda minknum niðri og vaxtarmöguleikar kríuvarpsins eru í Gróttu. Þar er nóg pláss og engin traffík af fólki,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kríuvarpið reyndist vera 2.020 hreiður, sem er allnokkur fjölgun frá síðasta ári, en þó ekki nema hálfdrættingur á við metárið 2005. Varpið var mest í Suðurnesi og á Snoppu, en ekkert varp var í Gróttu og hefur það ekki gerst síðan farið var að fylgjast með varpinu þar í kringum 1950.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert