Ferðamaður féll meira en 5 metra

Glymur.
Glymur. Ljósmynd/Gunnhildur Sif

Búið er að staðsetja einstaklinginn sem féll á gönguleiðinni við Glym í morgun og eru björgunaraðgerðir í fullum gangi. Um erlendan ferðamann er að ræða.

„Það er verið að vinna í þessu. Það er ljóst að fallið hefur verið meira en fimm metrar,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, sem bætir við að erlendir ferðamenn hafi verið þarna á ferð.

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru á vettvangi. Myndin er úr …
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru á vettvangi. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segir slysið vera alvarlegt og nefnir að vinna við rannsóknarþáttinn standi einnig yfir.

Fjölmargar björgunarsveitir eru á svæðinu ásamt lögreglu. Þar að auki er þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu. Hún fór aftur til Reykjavíkur eftir að hafa flutt þangað björgunarsveitarmenn, þar sem ekki var talin þörf á henni.

Spurður segir Ásmundur aðstæður á vettvangi vera erfiðar. „Það er ís þarna og þröngt gil eins og svo margir þekkja. Það hafa orðið slys þarna áður,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert