Gefur sér aldrei að menn ætli að játa

Þeir sem mættu fyrir dómi lýstu sig allir saklausa af …
Þeir sem mættu fyrir dómi lýstu sig allir saklausa af ákærum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Já, það var allt eins talið líklegt eins og gengur og gerist í sakamálum,“ segir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari við embætti héraðssaksóknara, í samtali við Morgunblaðið, innt eftir því hvort reiknað hafi verið með því að allir sakborningar í Bankastrætismálinu svokallaða neituðu sök í málinu við þingfestingu í gær.

„Maður gefur sér aldrei fyrir fram að menn ætli að játa,“ segir saksóknari enn fremur, en af þeim 25 sem ákærðir eru í málinu komu 22 fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær í fjórum hópum, fjórir ákærðu mættu ekki við þinghaldið.

Þeir sem mættu lýstu sig allir saklausa af ákærum, einn mannanna er ákærður fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir alvarlega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert