Miklar áskoranir í rekstri sveitarfélaga

Reykjavíkurborg er eitt þeirra sex sveitarfélaga sem hafa fengið viðvörun …
Reykjavíkurborg er eitt þeirra sex sveitarfélaga sem hafa fengið viðvörun frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi nýverið bréf með athugasemdum til 21 sveitarfélags vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Athugasemdirnar voru vegna A-hluta rekstrarins, þ.e. aðalsjóðs sveitarfélags og sjóða og stofnana sem að öllu leyti eru rekin fyrir skattfé sveitarfélagsins.

Þau sveitarfélög sem fá slíka viðvörun hafa farið fram úr svokölluðum lágmarksviðmiðum sem taka mið af því að sveitarfélag standist jafnvægis- og skuldareglu sveitarstjórnarlaga með tilliti til skuldastöðu.

Eftir því sem fleiri lágmarksviðmiðum er ekki mætt er staðan þyngri hjá viðkomandi sveitarfélagi og þau sveitarfélög sem stóðust ekki lágmarksviðmið í þremur þáttum voru Húnaþing vestra, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, sveitarfélagið Árborg, sveitarfélagið Skagaströnd og Tálknafjarðarhreppur.

Í skriflegu svari eftirlitsnefndar segir að algengustu athugasemdirnar sem nefndin geri séu að sveitarfélög standist ekki fjárhagsleg viðmið eða sýni neikvæða rekstrarniðurstöðu út frá viðmiðum um framlegð frá rekstri, veltufé og rekstrarniðurstöðu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert