Sema Erla hlýtur 1,5 milljóna króna styrk

Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, Brynhildur G. Flóvenz dósent, styrkhafinn Sema …
Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, Brynhildur G. Flóvenz dósent, styrkhafinn Sema Erla Serdaroglu og Jón Atli Benediktsson rektor. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands til rannsóknar á einelti, kynþáttahyggju og menningarfordómum. Styrkurinn nemur 1,5 milljónum króna. 

Rannsókn Semu er eigindleg og grundvallast á viðtölum við ungt fólk sem hefur reynslu af einelti sem einkennist af kynþáttahyggju og menningarfordómum.

„Markmiðið með rannsókninni er að bera kennsl á birtingarmyndir, tíðni og afleiðingar eineltis sem byggir á kynþáttahyggju og/eða fordómum vegna þjóðernisuppruna, menningar og/eða trúarbragða,“ segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands.

mbl.is