Söguleg möstur fjarlægð

Hér má sjá svæðið eftir að mastrið var fjarlægt.
Hér má sjá svæðið eftir að mastrið var fjarlægt. Ljósmynd/Landsnet

Landsnet hefur nú hafist handa við að fjarlægja sjö stálgrindarmöstur úr Rauðavatnslínu eitt. Vinnan mun standa yfir þangað til í næstu viku.

„Þetta er lína sem er frá 1953 og var byggð fyrir fjármagn sem fékkst úr Marshall-aðstoðinni, þannig að þetta er söguleg lína,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

Hún segir línuna hafa verið byggða í útjaðri borgarinnar. Nú sé byggðin komin töluvert nær og kominn tími til þess að taka hana niður.

Myndband af fjarlægingu fyrsta mastursins má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert