Stefnir í kjötskort á innlendum markaði

Allt stefnir í skort á íslensku svína-, nautgripa- og kindakjöti …
Allt stefnir í skort á íslensku svína-, nautgripa- og kindakjöti á næstu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt stefnir í skort á íslensku svína-, nautgripa- og kindakjöti á næstu árum. Þetta er mat Steinþórs Skúlasonar forstjóra SS, Sláturfélags Suðurlands.

Hann dregur þessa ályktun af kjötframleiðslu síðasta árs og fjölda lifandi gripa í landinu, sem fer fækkandi. Hann segir meginástæðuna þá að afkoma í framleiðslu á kjötinu standi ekki undir nauðsynlegri fjárfestingu og viðhaldi framleiðslumagns.

Steinþór kom inn á þetta á aðalfundi SS. Hann telur t.d. afurðastöðvar of margar í landinu og óhagkvæmar í rekstri. Ekki hafi fengist lagaheimild til hagræðingar í slátrun og vinnslu eins og t.d. í mjólkuriðnaði, sem hafi skilað mikilli hagræðingu.

Steinþór Skúlason, forstjóra SS.
Steinþór Skúlason, forstjóra SS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann bendir á að í Danmörku slátri tveir aðilar öllum svínum af búum landsins og þau fyrirtæki geti lækkað kostnað verulega. Annað fyrirtækið sé stórtækt í útflutningi svínakjöts til Íslands.

Steinþór segir að vegna skorts á innlendu svínakjöti blasi aukinn innflutningur við. Innlend framleiðsla hafi dregist saman og innflutningur því aukist. Þannig tvöfaldaðist innflutningur á svínakjöti á síðasta ári og nam yfir tvö þúsund tonnum.

Forstjóri SS segir jafnframt að núverandi skortur á nautakjöti eigi eftir að aukast.

„Ástæðuna tel ég vera að verð hefur ekki hækkað í samræmi við hækkun á áburði, olíu, plasti og öðrum rekstrarliðum,“ segir Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Með ýmsum umbótum þurfi að snúa þróuninni við.

Hann bendir einnig á að vægi tollverndar hafi minnkað frá árinu 1995. Engin takmörk séu á því hvað hægt sé að flytja inn mikið kjöt umfram kvóta og setji það verðlagningu á innlendu kjöti verulegar skorður.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert