Styttist í heimför hjá Foster

Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru allir rosalega ánægðir með þessar tökur,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth.

Fyrirtækið hefur haft umsjón með tökum á fjórðu þáttaröð True Detective hér á landi í vetur. Sem kunnugt er fer hin þekkta leikkona Jodie Foster með aðalhlutverkið og þetta er stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Heildarkostnaður við verkefnið verður um tíu milljarðar króna.

Tökur hófust í október

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er farið að styttast í annan endann á tökum á þáttunum. Heimildir blaðsins herma að aðeins um tvær vikur séu eftir í tökum og þeim ljúki formlega í kringum páskahátíðina. Leifur vildi ekki staðfesta þetta í gær.

Tökur hófust um miðjan október og því er um sex mánaða törn að ræða. Fyrir þann tíma hafði undirbúningur staðið yfir frá því í júní og eftir að tökum lýkur fer einhver tími í frágang. Alls teygir vinna við True Detective hér á landi sig því í næstum ár.

Eins og kom fram í viðtali við Leif í Morgunblaðinu í október var lagt upp með að um 250 manns myndu starfa við True Detective að jafnaði en fjöldinn gæti farið upp í 3-400 manns á stærri tökudögum. Starfsfólkið er að mestu íslenskt en um 50-60 útlendingar hafa þó verið í hópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert