Viðbúnaður við skemmtistað í Bankastræti

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/mbl.is

Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til á skemmtistað í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld vegna slagsmála, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki fengust upplýsingar um á hvaða skemmtistað slagsmálin brutust út eða hvernig aðgerðum lögreglu miðar áfram.

Samkvæmt heimildum mbl.is var töluverður viðbúnaður á svæðinu en sjúkrabíllinn sem var kallaður út hefur yfirgefið vettvang.

mbl.is