Kveikti eldinn í Hafnarfirði með kúlublysi

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að einstaklingur hefði farið óvarlega með ein­hvers ­kon­ar eld­færi í fjöruferð á vegum skólans með þeim afleiðingum að eldur kviknaði sem ekki var ráðið við.

Nú hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfest í dagbókarfærslu að maður sem kveikti á kúlublysi hafi valdið skaðanum. Fjár­hús og hlaða urðu eldinum að bráð auk þess sem bif­reið skemmd­ist. Þá sluppu tvö hús naum­lega.

mbl.is