Röskva heldur velli

Hægt var að greiða atkvæði á Uglunni í dag og …
Hægt var að greiða atkvæði á Uglunni í dag og í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, heldur meirihluta sínum í Stúdentaráði HÍ. Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs voru kynntar fyrir skömmu.

Röskva hlaut tólf fulltrúa af sautján. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut hina fimm fulltrúana.

Í síðustu kosningum hlaut Vaka einungis tvo fulltrúa, sem var þó bæting frá árinu áður þegar félagið hlaut einn fulltrúa.

Þá vekur athygli að í annað skipti í meira en hundrað ára sögu Stúdentaráðs bauð einstaklingur fram. Hann hlaut 53,3 atkvæði af 577 greiddum á hugvísindasviði en það dugði þó ekki til að tryggja honum sæti í Stúdentaráði.

Heildarkjörsókn 32,54%

Kjörsókn hefur ekki verið meiri í nokkur ár, en hún var 32,54%. Hér má sjá hvernig kjörsókn skiptist milli fræðasviða:

  • Hugvísindasvið - kjörsókn 27,23%
  • Félagsvísindasvið - kjörsókn 35,97%
  • Menntavísindasvið - kjörsókn 22,48
  • Verkfræði- og náttúruvísindasvið - kjörsókn 44,58%
  • Heilbrigðisvísindasvið - kjörsókn 38,77%

Eftirfarandi einstaklingar verða fulltrúar í Súdentaráði á næsta skólaári:

Félagsvísindasvið

  1. Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
  2. Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
  3. Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
  4. Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
  5. Kristmundur Pétursson (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið

  1. Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
  2. Daníel Thor Myer (Röskva)
  3. Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)

Menntavísindasvið

  1. Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
  2. Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
  3. Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  1. María Rós Kaldalóns (Röskva)
  2. Davíð Ásmundsson (Röskva)
  3. Eiður Snær Unnarsson (Vaka)

Hugvísindasvið

  1. Guðni Thorlacius (Röskva)
  2. Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
  3. Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert